Tekjustýring

Hvaða verð, hvar og hvenær?

Sumar-, vetrar-, vor- og haustverð er eitthvað sem á ekki lengur við! Hvernig er best að setja upp verð fyrir ferðaskrifstofur, bókunarrásir og heimasíðu? Hvaða verð á að rukka hvar og hvenær? Við læknum þennan hausverk með því að setja upp kerfi sem minnkar þína vinnu og á sama tíma eykur arðsemi fyrirtækisins.

Markmið tekjustýringar er að hámarka væntar tekjur af rekstrinum. Tekjustýring hótela er flókin þar sem markaðsaðstæður breytast hratt, sem dæmi þá hefur fjöldi ferðamanna aukist hratt hér á landi frá árinu 2011 en nú er skyndilega komin ákveðin stöðnun ásamt því að samkeppnin er orðin meiri. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera á varðbergi og verðleggja sig ekki of hátt eða lágt miða við það sem er að gerast á markaðinum.

ATHUGAÐU AÐ VIÐ SÉRSNÍÐUM ALLA SAMNINGA. ÞANNIG MUN ÞITT FYRIRTÆKI FÁ PLAN SEM HENTAR ÞVÍ BEST!

Tekjustýringarnámskeið

Hvað er tekjustýring og hvernig getur þú nýtt hana í daglegum rekstri.

Hér byrjum við á því að fara yfir grundvallaratriði tekjustýringar og sýnum þér aðferðir sem þú getur nýtt til að byggja upp verðskema og áætlun fyrir árið. Að því loknum förum við með þér yfir núverandi stöðu, aðstoðum þig við að setja upp beinagrinda að verðlagningu og komum með ábendingar um hvernig þú getur nýtt tekjustýringu til að auka arðsemi þína.

Kennsluformið er fjölbreytt blanda af umræðum og verkefnavinnu.

Við tökum yfir 

Láttu okkur sjá um tekjustýringuna fyrir þig allt árið um kring. Hér byrjum við á því að skoða núverandi verðlagningu og greinum stöðuna í þínu næsta nágrenni. Út frá því setjum við upp beinagrind að verðlagningu og setjum upp nýtingarreglur.

Við fylgjumst reglulega með stöðunni og setjum upp nýjar áætlanir þegar þarf.

Hér er áhættan hjá okkur þar sem við tökum aðeins hluta af auknum tekjum miða við sama tíma árið á undan.

Við þrífumst á krefjandi verkefnum sem skapa stærri ávinning!

Ekki hika við að hafa samband.
HAFA SAMBAND