Meðferð persónuupplýsinga

Persónuupplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Við söfnum aldrei persónuupplýsingum án þess að þú hafir gefið okkur þær beint, t.d. með því að skrá þig á vefsíðunni eða versla beint við okkur.

Persónuupplýsingar eru notaðar til ljúka kaupum á ákveðnum vörum eða þjónustu. Einnig eru upplýsingarnar notaðar til að fá upplýsingar um þig og aðra notendur. En þar má nefna til að auka og betrumbæta þjónustu okkar, í rannsóknir og annarskonar skýrslur. Við notum þær einnig til að sýna þér auglýsingar sem eiga við þig.

Verndun persónuupplýsinga

Persónuupplýsingar notenda eru aldrei framseldar til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi nema að undangengnum dómsúrskurði. Öllum persónuupplýsingum er haldið öruggum og þær meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Við getum ekki ábyrgst 100% öryggi þegar kemur að því að deila upplýsingum, sem þýðir að einhver sem ekki hefur leyfi gæti mögulega nálgast upplýsingarnar. Því er notkun þín á þinni eigin ábyrgð.

Að því gefnu að við séum að nota einhverjar af þínum persónuupplýsingum, þá hefur þú rétt á að vita hvaða upplýsingar það eru. Ef það gerist að upplýsingar sem þú settir inn séu rangar þá áttu rétt á að þær séu leiðréttar eða að þeim verði eytt.

Vefkökur

Vefkökur (cookies) frá fyrsta aðila eru notaðar á ýmsum hlutum vefjarins og í ýmsum tilgangi. Þær geta t.d. verið notaðar til að fylgja slóð tiltekins notenda gegnum vefinn, vista stillingar sem hann hefur valið eða halda utan um hvaða auglýsingar hann hefur séð. Vefkökur eru ekki tengdar við persónuupplýsingar, nema í þeim tilvikum sem nefnd eru hér að ofan.

Hótelráðgjöf notar vefmælingartólið Google Analytitcs til mælinga á vefsvæðum fyrirtækisins.
Við hverja komu inn á vefi Hótelráðgjafar eru örfá atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Slíkar upplýsingar eru eingöngu notaðar við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir o.fl. Engar tilraunir eru eða verða gerðar til að komast yfir frekari upplýsingar um hverja komu eða tengja saman við persónugreinanlegar upplýsingar.

Vefkökur sem tilheyra þriðju aðilum (Google og Facebook) eru notaðar á hotelradgjof.is til þess greina notkun vefsetursins hvað varðar fjölda notenda og hegðun þeirra á vefsetrinu. Hægt er að nálgast upplýsingar um hvernig þessir aðilar nota vefkökur á vefsíðum þeirra.