Hótelráðgjöf - logo

Hótelráðgjöf ehf. býður upp á alhliða ráðgjöf fyrir hótel og gistihús.

Fjöldi ferðamanna til Íslands fer ört vaxandi og eru því hótel, gistiheimili, farfuglaheimili, bændagistingar og Airbnb íbúðir að byggjast upp víða um land. Þar sem vöxturinn hefur verið mikill á stuttum tíma er orðinn skortur á menntuðum einstaklingum innan hótelgeirans. Atvinnuleysi hefur aldrei verið minna og fagfólk í fullu starfi dýr kostnaðarliður. Á sama tíma berast áhyggjuraddir af gæðum ferðaþjónustunnar og að hún haldist ekki í hendur við verðlagningu.

Við erum með lausn! Hjá Hótelráðgjöf ehf. getur þú sótt fagmannlega ráðgjöf hjá sérfræðingum varðandi stök verkefni og/eða yfir ákveðið tímabil. Opnunarteymi, markaðsdeild, tekjustýring, starfsmannahald, gæðastjórnun og fjármál eru starfsdeildir sem stærri hótelkeðjur almennt hafa og í gegnum okkur geta nú allir gististaðir sótt þessa þjónustu. Þetta er tilvalin lausn fyrir ný hótel sem og minni gististaði sem hafa ekki fjármagn til að ráða sérfræðinga í fullt starf.

Með okkar sérþekkingu og starfsreynslu aðstoðum við eigendur og rekstraraðila að opna eða endurbæta núverandi gististaði. Við veitum aðstoð og ráðgjöf varðandi nauðsynleg leyfi, verðlagningu, hótelkerfi, vefsíðugerð, bókunarsíður, samningagerð við ferðaskrifstofur, starfsmannamál (ráðning, þjálfun og vaktaplön) og sölu- og markaðsherferðir. Við setjum upp verkferla sem að fylgja fyrirtækinu inn í betri tíma.

Við fyrst og fremst aðstoðum þig við að veita hótelgestum þínum frábæra þjónustu og aukum arðsemina í kjölfarið.

Við þrífumst á krefjandi verkefnum sem skapa stærri ávinning!

Ekki hika við að hafa samband.
HAFA SAMBAND