Þjónustunámskeið um land allt!

Fjárfesting í þjálfun starfmanna er fjárfesting sem skilar sér.

Sönn íslensk gestrisni

Ferðamenn koma til Íslands til að upplifa bæði náttúru og menningu landsins og því mikilvægt fyrir heildarupplifun þeirra að við tökum vel á móti þeim á gististöðum okkar.

Í maí og júní munu ráðgjafar okkar að ferðast um landið og halda okkar vinsæla þjónustunámskeið á nokkrum sérvöldum stöðum. Markmið námskeiðsins er að kynna starfsfólki fyrir íslenskri gestrisni sem og þeim alþjóðlegu stöðlum sem mikilvægt er að fara eftir.

Námskeiðið er á ensku, nema allir þátttakendur tali íslensku, og verður farið yfir fjölbreytt atriði þar á meðal:

  • Hvað felst í íslenskri gestrisni og sögu hennar
  • Aðferðir sem starfsmenn geta nýtt til að lesa gesti og aðstæður hverju sinni
  • Hvernig best sé að taka á móti og vinna úr kvörtunum
  • Mikilvægi fagmennsku í formi útlits og framkomu

Námskeiðið er hannað til að aðstoða starfsfólk við að öðlast aukið sjálfstraust í starfi og fá skýrari sýn á hvernig hægt er að veita framúrskarandi þjónustu. Að auki er lögð áhersla á mikilvægi þess að þekkja fyrirtækið og nærumhverfi hótelsins.

Námskeiðið hentar öllu starfsfólki hótelsins. Kennsluformið er fjölbreytt blanda af fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu ásamt því að sett verða á svið mögulegar aðstæður sem starfsmenn geta lent í til að tryggja að það gagnist þátttakendum sem best.

Fjárfesting í þjálfun starfmanna er fjárfesting sem skilar sér. Rannsóknir hafa sýnt að rétt fræðsla og þjálfun eykur arðsemi og bætir gæðin þar sem góð þjálfun leiðir til minni rýrnunar, fjarveru starfsmanna, kvartanir og starfsmannveltu.

Athugaðu að margir starfsmenntasjóðir veita styrki til námskeiða fyrir starfsmenn.

Stykkishólmur

29. maí 2019

Staðsetning: Fosshótel Stykkishólmur
Tímasetning: Frá kl. 13.00 – 15.00

Skráning

Selfoss

3. júní 2019

Staðsetning: Hótel Selfoss
Tímasetning: Frá kl. 13.00 – 15.00

Skráning

Höfn

5. júní 2019

Staðsetning: Hótel Höfn
Tímasetning: Frá kl. 13.00 – 15.00

Skráning

Reykjanesbær

14. júní 2019

Staðsetning: Hótel Keflavík
Tímasetning: Frá kl. 13.00 – 15.00

Skráning

Lengd: 2 tímar

Verð: 20.000 kr á mann (afsláttur veittur ef bókað er fyrir fimm eða fleiri).
Athugaðu að margir starfsmenntasjóðir veita styrki til námskeiða fyrir starfsmenn.

Kennarar:

Margrét Pollý Hansen, hótelráðgjafi og kennari í hótelstjórnun í HR, hefur fjölbreytta reynslu frá Ritz-Carlton í New York, Naples og Írlandi, Marriott og Nimb í Kaupmannahöfn og Bláa Lóninu og Grand Hótel á Íslandi. Í þessu námskeiði mun hún nýta alþjóðlegu starfreynsluna sína og blanda henni við uppeldið sitt í íslenskri sveit.

Margrét Pollý Hansen, hótelráðgjafi. Hafðu samband.
Bjarney Lea Guðmundsdóttir - hafðu samband

Bjarney Lea Guðmundsdóttir, hótelráðgjafi, kynntist hinni svissnesku þjónustu bæði í hótelstjórnunarnámi sínu og í gegnum starf sitt á Les Mazot Hotel í Verbier. Að auki hefur hún mikla og haldbæra reynslu af starfsmannahaldi og þjálfun nýrra starfsmanna eftir að hafa rekið eigin fyrirtæki.

Námskeiðið er byggt á nýliðanámskeiðum sem Bjarney og Margrét hafa kynnst hjá hinum ýmsu hótelkeðjum, og leggja þær mikla áherslu á að allir starfsmenn, óháð þjóðerni, skilji af hverju það sé mikilvægt að ferðamennirnir fái að kynnast íslenskri menningu og gestrisni.

Umsagnir

Við munum klárlega hafa samband við ykkur aftur á næsta ári, fólkið mitt var virkilega ánægt með námskeiðið og sögðu að það myndi eiga eftir að nýtast þeim vel. Það er það sem skiptir máli. Að fá fleiri verkfæri í töskuna

Fanney Björg Sveinsdóttir, Hótel Höfn

Við þrífumst á krefjandi verkefnum sem skapa stærri ávinning!

Ekki hika við að hafa samband.

HAFA SAMBAND